Stekkjavík og Sölvabakki

Rannsóknarfólk: undirritaður Hlekkur á möppu með myndskeiðum

Farið var á Zodiac inn að Sölvabakka föstudaginn 21. júní. Báturinn er í eigu björgunarsveitrinnar Stráka á Skagaströnd, Einn maður um borð og var Trident kafbáturinn meðferðis. Kafbáturinn var settur niður á þremur stöðum á milli Stekkjavíkur og Sölvabakka. Botninn er annars vegar sendinn með grjóti hér og þar eða hins vegar klapparbotn. Laminaria sp. mynda þarabreiður nær samfellt milli stöðva 1 og 3. en talsvert afrán er á þara vegna ígulkerja svo að klappir geta verið berar.

Stöð 1, Stöð 2, Stöð 3.

Talsvert af „þangskeggi“ eða sambýli af sepum hveldýra (*Hydrozoa*) en einnig sést í öðuskel (*Modiola modiolus*) ofl.

Mynd 5.1: Talsvert af „þangskeggi“ eða sambýli af sepum hveldýra (Hydrozoa) en einnig sést í öðuskel (Modiola modiolus) ofl.

Stöð eitt á korti við Stekkjavík og Sölvabakka. *Laminaria* tegundir mynda þarabreiður (*L. digitata* eða *L. borealis*).

Mynd 5.2: Stöð eitt á korti við Stekkjavík og Sölvabakka. Laminaria tegundir mynda þarabreiður (L. digitata eða L. borealis).

Myndir frá stöð eitt á korti við Stekkjavík og Sölvabakka. Botninn er sendinn með grjóti hér og þar. Sandmaðkshraukar (*Arenicola marina*) og kúfskeljar (*Arctica islandica*) í miklu magni.

Mynd 5.3: Myndir frá stöð eitt á korti við Stekkjavík og Sölvabakka. Botninn er sendinn með grjóti hér og þar. Sandmaðkshraukar (Arenicola marina) og kúfskeljar (Arctica islandica) í miklu magni.

Myndir frá stöð eitt á korti við Stekkjavík og Sölvabakka. Botninn er sendinn með grjóti og klöppum hér og þar. Skeljabrot og leifar af kísilþörungum (*Lithothamnion*) sem ígulker hafa líklega skrapað upp.

Mynd 5.4: Myndir frá stöð eitt á korti við Stekkjavík og Sölvabakka. Botninn er sendinn með grjóti og klöppum hér og þar. Skeljabrot og leifar af kísilþörungum (Lithothamnion) sem ígulker hafa líklega skrapað upp.