Finnsstaðanes

Rannsóknarfólk: undirritaður Karin Zech, Guðmundur Björnsson fyrrverandi grásleppuveiðimaður og Bjarni Ottósson frá björgunarsveitinni.

Þann 6. september 2018 var svæðið úti fyrir Finnstaðanesi kannað með kafbátnum. Farið var á báti björgunarsveitarinnar Strandar við fjórða mann. Myndskeið voru tekin upp frá 3 til 21 metra dýpis. Ferðin tók um eina og hálfa klukkustund en þá var undirritaður orðinn sjóveikur af því að stara á skjáinn og einnig var bilun í báðum mótorum bátsins. Myndefnið var greint af rannsóknarfólki BioPol (ber þar helst að nefna Bettínu, Dr. Bettina Scholz) til að bera kennsl á helstu tegundir í þaraskóginum.

Út frá myndskeiðunum sem tekin voru úti fyrir Finnstaðanesi mátti greina þarategundirnar stórþara (L. hyperborea) og hrossaþara (L. digitata) en einnig mátti sjá aðrar tegundir nytjaþörunga bregða fyrir t.d. söl Palmaria palmata (sjá mynd 5.21). Einnig fannst reimaþang (Himanthalia elongata) í litlu magni og aðrar brúnþörungategundir sem finnast í fjörum og eru því aðgengilegar á fjöru.

Söl og þari (*laminaria* sp.) með ógreindum ásætum

Mynd 5.21: Söl og þari (laminaria sp.) með ógreindum ásætum

Stórþara (*l. hyperborea*) og hrossaþara (*l. digitata) er erfitt að greina í sundur

Mynd 5.22: Stórþara (l. hyperborea) og hrossaþara (*l. digitata) er erfitt að greina í sundur

Kalkþörungar 5.23, sem eru rauðir botnþörungar (Corallinaceae) og minna á kóralla og eru vel þekktir frá sumum svæðum við Skagaströnd af sjómönnum bæjarins voru sjáanlegir á öllum stöðvum (nema þar sem ekki var kafað niður á botn (Hindisvík)) í þessari rannsókn. Hátt í 10 milljónir rúmmetra af kalkþörungaseti eru í Miðfirði og Hrútafirði (Kjartan Thors 2018).

Maríusvunta og botnþörungar

Mynd 5.23: Maríusvunta og botnþörungar

Maríusvunta og botnþörungar

Mynd 5.24: Maríusvunta og botnþörungar

Heimildir

Kjartan Thors. 2018. „Útbreiðsla og magn kalkþörungasets á Vestfjörðum og í Húnaflóa“. Náttúrufræingurinn 88 (3–4): 115–24.