Forkönnun við Eyrina (kajak)
Rannsóknarfólk: undirritaður Hlekkur á möppu með myndskeiðum
Þann 11. júní 2019 fór undirritaður á kajak frá Hrafná innan við Skagaströnd til að kanna mörk þaraskógarins á milli Eyrarinnar og Skeljatanga (sjá kort). Daginn eftir var farið út á sama svæði, á kajak, með drónann til að athuga tegundasamsetningu þarans og vöxt. Kajakinn var bundinn við netabauju til að reka ekki og myndir teknar með drónanum í kringum baujuna.