Hamarsbúð og Sauðá
Rannsóknarfólk: undirritaður og Einar Þorleifsson starfsmaður Náttúrustofu Norðurlands vestra. Hlekkur á möppu með myndskeiðum
Báturinn var sjósettur í fjöru við Hamarsbúð á vestanverðu Vatnsnesi norðan við Hvammstanga þann 11. júlí 2019. Siglt var í 3-4 kílómetra norður að fyrirætluðum sýnatökustað og virtist vera nokkuð samfelld þarabreiða alla leiðina.
Landslag er svipað meðfram öllu vestanverðu Vatnsnesinu og má búast við þarabreiðum eftir því öllu. Þarabreiðurnar náðu þó ekki nema 500 metra frá landi sem er í kringum 10 metra dýptarmörkin.