Hamarsbúð og Sauðá

Rannsóknarfólk: undirritaður og Einar Þorleifsson starfsmaður Náttúrustofu Norðurlands vestra. Hlekkur á möppu með myndskeiðum

Stöð 1, Stöð 2, Stöð 3.

Báturinn var sjósettur í fjöru við Hamarsbúð á vestanverðu Vatnsnesi norðan við Hvammstanga þann 11. júlí 2019. Siglt var í 3-4 kílómetra norður að fyrirætluðum sýnatökustað og virtist vera nokkuð samfelld þarabreiða alla leiðina.

**Stöð 1**. Hrossaþari eða stórþari (*Laminaria digitata* eða *Laminaria hyperborea*)

Mynd 5.5: Stöð 1. Hrossaþari eða stórþari (Laminaria digitata eða Laminaria hyperborea)

**Stöð 2**. Hrossaþara- eða stórþarabreiður (*Laminaria digitata* eða *Laminaria hyperborea*) (A, B og C). Einnig sést Marinkjarni (Alaria esculenta) og beltisþari (*Saccharina latissima*) á mynd A.

Mynd 5.6: Stöð 2. Hrossaþara- eða stórþarabreiður (Laminaria digitata eða Laminaria hyperborea) (A, B og C). Einnig sést Marinkjarni (Alaria esculenta) og beltisþari (Saccharina latissima) á mynd A.

**Stöð 3**. Mynd A og B: Þarabreiðurnar enda og við taka (líklega) breiður af hveldýrum af ættkvísl (e. genus) *Sertularia*. Mynd C: Hveldýrasambýli af tegundinni *Sertularia cupressina* (mynd: [4028mdk09](https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=9550879) CC eftir-SA 3.0)).

Mynd 5.7: Stöð 3. Mynd A og B: Þarabreiðurnar enda og við taka (líklega) breiður af hveldýrum af ættkvísl (e. genus) Sertularia. Mynd C: Hveldýrasambýli af tegundinni Sertularia cupressina (mynd: 4028mdk09 CC eftir-SA 3.0)).

Landslag er svipað meðfram öllu vestanverðu Vatnsnesinu og má búast við þarabreiðum eftir því öllu. Þarabreiðurnar náðu þó ekki nema 500 metra frá landi sem er í kringum 10 metra dýptarmörkin.