Kafli 6 Viðauki 1

6.1 Þörungaleiðangur á sjókajak (forkönnun) - Glósur úr feltbók

6.1.1 Þari meðfram ströndinni frá Skagaströnd að Ytriey

- Heiðskýrt
- Lítill vindur.

Talsverð þaraþekja var á um eins km bili frá Hrafná hálfa leið að Vindhælisstapa. En í sitthvorumegin við Vindhælisstapa var sendinn botn með litlum þara. Frá Hafursstaðakoti að Ytriey var þaragróður gisinn (allt morandi í lunda við Ytriey og mikið af sel)

2. ágúst 2017. Ólafur Arason og Valtýr Sigurðsson

6.1.2 Þari frá Kálfshamarsvík að bænum Landsenda kortlagður. Lagt af stað frá Kálfshamarsvík klukkan 10:30 og siglt suður.

- Létt skýjað og þoka, þokan var þó meiri inn til landsins.
- Lítill vindur.
- Háfjara var klukkan 09:20.

Upphafspunktur er merktur á kort 1 6.1. Frá upphafspunkti að stuðlabergi (kort 1) var sendinn botn og lítið um gróður. Svæði 1 var með þéttan og breiðan Hrossaþara- og Beltisþaraskóg og marinkjarna.

Á svæði 2 var snöggdjúpt og skógurinn ekki jafn breiður og á svæði 1.

Svæði 3 var við lítinn foss, þar var brimsamara og sendinn botn og lítið um þaragróður.

Út frá svæðinu milli 3 og 4 var lítið sker, sem var umlukið hrossa og beltisþara og marinkjarna skógi. Skerið sjálft var svo með fjöruþara (kló og klapparþang ofl.).

Svæði 4 er með hrossa- og beltisþaraskóg og marinkjarna, þykkt og þéttleiki svipaður og á svæði númer 2.

Svæði 5 er í fýlavarpi. Norðan Bjargarbjarga er mjög straumþungt og djúpt og lítill gróður, milli bjarganna og við suðurhluta Bjargarbjarga er grynning þar sem beltis og hrossaþari finnast. Hærra í fjörunni finnst klóþang og klapparþang. Við fossinn er straumhart og lítill gróður.

Svæði 6 var með þunnt lag af Marínkjarna og kerlingahári eða þangskeggi og var sá þari mjög gisinn.

Svæði 7 var við há björg og var botninn mjög snöggdjúpur og því nánast enginn þaragróður. Við Stráksnesið var grynning og þar var gróður mjög svipaður og á svæði 6.

Svæði 8 var með þunnan og gisinn marínkjarna líkt og svæði 6.

Svæði 9 var brimsamara og dýpkaði snöggt og því var lítill sem enginn gróður þar. Á svæðum 6 til 8 var lítið um kennileyti og því getur staðsetning þeirra svæða verið ónákæm Komið var í land á Landsenda klukkan 14:40.

Skipt var um rannsóknarmann við Landsenda. Vindur jókst þegar leið á daginn en var undir 10 m/s (miðað við mælingar á Skagastrandarhöfn) þegar mest lét. Undiralda var nokkur svo að kajakinn snerist með hliðina í ölduna þegar var stoppað. Hvor rannsóknarmaður um sig sigldi um 10 km meðfram ströndinni. Lítið var um hrossa-/beltisþaraskóg á milli Landsenda og Skagastrandar. Sunnan við Landsenda var þéttur hrossaþarakógur og marinkjarni, á u.þ.b. 500 m kafla, og líka við Finnstaðanes. Svæðin voru annars gisin eða ber nema uppi við sker og þar sem grjót var á botni. Uppi í fjörum voru klappar- og bóluþangsbreiður.

15. ágúst 2017. Ólafur Arason og Valtýr Sigurðsson

Könnunarsvæði úr kajakferðum í ágúst 2017

Mynd 6.1: Könnunarsvæði úr kajakferðum í ágúst 2017