Kafli 3 Niðurstöður

3.1 Umfang svæða með þaraskógum

Umfang svæða sem innihalda þarabreiður er ekki gott að meta með mikilli nákvæmni. Svæðið frá strandlínu að 10 m dýpi (sýnt á kortinu hér að neðan) er 189 Km² meðfram Vatnsnesi (frá Vallaá að Hvítserki) og 122 Km² meðfram Skagaströnd. Botngerðir svæðanna eru misjafnar og ólíkar innbyrðis eins og búast má við á svo stóru svæði og því er þaragróður misþéttur. Sumstaðar eru sker eða björg og annarstaðar er botninn sendinn svo þarinn hefur ekki festu.

Svæðin þar sem þéttar þarabreiður voru á (sem kannaðar voru með myndatöku eða komið auga á úr bát) eru sýndar á kortinu hér að neðan. Flatarmál svæðanna er sýnt í töflu 3.1 en einnig má smella á flákana og punktana á kortinu til að sjá upplýsingar og myndir.

Tafla 3.1: Stærð þaraskóga á Skagaströnd og Vatnsnesi
Stadur km²
Bjargarbjörg 4
Eyrin 7
Finnsstaðanes 4
Hamarsbúð 12
Hindisvík 13
Hofsgrunn 5
Kálfshamarsvík 10
Landsendi 3
Sölvabakki 9

3.2 Mat á hugsanlegri uppskeru

Könnun á uppskeru og framleiðni þara hefur ekki verið framkvæmd í Húnaflóa en borið saman við rannsóknir sem gerðar voru í Breiðafirði má áætla að vöxtur þara sé á mjög breiðu bili þar sem dýpi og staðsetning í firðinum eru stærstu áhrifaþættirnir. Möguleg heildarframleiðni þaraskóganna áðurnefndu er tekin saman í töflu 3.2 hér að neðan. Athuga skal að hér eru mjög breið vikmörk.

Tafla 3.2: Framleiðni valdra þarabreiða í Húnaflóa miðað við mismunandi vaxtarhraða kg/m²/ári
0.8 1.8 2.8 3.8 4.8
Hamarsbúð 5 11 17 23 29
Hindisvík 5 11 18 24 30
Hofsgrunn 2 4 6 8 11
Hofsgrunn 0 1 2 2 3
Finnsstaðanes 2 4 6 8 10
Landsendi 1 3 5 6 8
Bjargarbjörg 1 3 5 7 9
Kálfshamarsvík 4 9 13 18 23
Sölvabakki 4 8 12 17 21
Eyrin 3 6 10 13 17
Samtals (þús. t) 27 60 94 126 161