Stekkjavík og Sölvabakki
Rannsóknarfólk: undirritaður Hlekkur á möppu með myndskeiðum
Farið var á Zodiac inn að Sölvabakka föstudaginn 21. júní. Báturinn er í eigu björgunarsveitrinnar Stráka á Skagaströnd, Einn maður um borð og var Trident kafbáturinn meðferðis. Kafbáturinn var settur niður á þremur stöðum á milli Stekkjavíkur og Sölvabakka. Botninn er annars vegar sendinn með grjóti hér og þar eða hins vegar klapparbotn. Laminaria sp. mynda þarabreiður nær samfellt milli stöðva 1 og 3. en talsvert afrán er á þara vegna ígulkerja svo að klappir geta verið berar.