Kafli 4 Umræður
Þarabreiðurnar fylla ekki alls staðar út í svæðin sem upptalin eru hér að ofan en loftmyndir frá Google og Bing frá árunum 2015-2017 gefa til kynna er vöxtur talsvert gisinn. Það er þó ekki hægt að treysta á slíkar loftmyndir enda ekki hlutverk þeirra að skyggnast undir yfirborð sjávar. Þarasvæðin geta teygt sig niður á meira dýpi en notast var við við þetta mat. Á mynd 4.1 sjást til dæmis dökkir flekkir sem ríma ágætlega við staðsetningu þara en svo eru svæði, til að mynda í Hindisvík, þar sem talsverðar þarabreiður sjást ekki með loftmyndum.
Í þessari athugun voru fýsileg svæði til þarasláttar könnuð með það að markmiði að skrásetja umfang þeirra. Það markmið náðist ekki þar sem þessi svæði eru umfangsmeiri en rannsakanda sást fyrir. Nú hafa þarabreiðurnar verið myndaðar svo að áhugasamir geti séð að hverju er gengið á hverju svæði fyrir sig, einnig verður hægt að nota þessar upplýsingar í áframhaldandi rannsóknir; til dæmis á magni uppskeru og framleiðni.