Kafli 4 Helstu uppsprettur örplasts á Íslandi

Uppsprettur örplasts á Íslandi eru metnar á misjafnan hátt eftir því hvort gögn eru til staðar eða ekki. Þar sem þau eru ekki til eða óaðgengileg er notast við mat frá öðrum löndum og umreiknað eftir stærð og aðstæðum hérlendis. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og neðangreindum matsaðferðum er árleg losun örplasts í umhverfið á Íslandi í kringum 450-1000 tonn. Uppsprettum er hér skipt í fimm flokka:

  1. Samgöngur, byggingar og iðnaður
  2. Útisvæði
  3. Neysluvörur
  4. Matvælaframleiðsla
  5. Umhverfi
Tafla 4.1: Samantekt á þeim uppsprettum örplasts sem kannaðar voru og mat á losun frá þeim í hafið.
Uppspretta (t)
Losun í haf (t)
Lægra mat Hærra mat Lægra mat Hærra mat
Bifreiðahjólbarðar 371 586 164 234
Vegmerkingar 41 256 5.7 42.6
Flugvélahjólbarðar 26 50
Húsamálning 33,2 77,1 15.2 36.1
Skipamálning 60 260 3.2 10
Gervigras 3 11 0.3 1.1
Leikvellir 0,2 2
Þvottur 8,2 32 8.2 32
Snyrtivörur 0,34 3,4 0.34 3.4
Haglaskot 1 3
Sigvatn 0,002 0,177 0.002 0.177

Mynd 4.1: Helstu uppsprettur örplasts á Íslandi og skipting þess eftir farleiðum í haf eða í jarðveg. Byggt á lægra mati.