Vegmerkingar

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er á Íslandi notast við þrenns konar vegmerkingar og innihalda þær allar plastefni: málningu, sprautuplast og vélmössun. Slitþol þeirra er mismunandi en málning þolir minnst og vélmössun mest. Málaðar vegmerkingar eru 0,2-0,3 mm að þykkt, sprautuplast 0,7-1,5 mm og vélmössun 3,0 mm.

Sprautuplastefni er mest notað til vegmerkinga en það er flutt inn til landsins á duftformi sem er brætt á staðnum við merkingar og lagt á vegina. Þegar efnið er hitað rennur það og er hægt að mála með því miðlínur vega, kantlínur, gangbrautir og fleira en svo harðnar það fljótt. Settar eru glerperlur í blautt efnið til að fá endurskin. Hvítur litur fæst með títaníum díoxíði (TiO2).

Sundrun plastefna í vegmerkingum vegna útfjólublárrar geislunar hefur ekki verið rannsakað en miðað við utanhússmálningu gerum við ráð fyrir að það hún sé umtalsvert minni þar sem líftími vegmerkinga er aðeins um eitt ár.

Veðurfarsþættir á borð við úrkomu, vind og hitastigsbreytingar (einkum í kringum frostmark) valda augljóslega einhverju sliti og molnun yfirborðsmerkinga en helstu áhrifaþættirnir eru umferð ökutækja og snjótennur snjómokstursbíla. Áhrif umferðar eru háð fjölda ekinna kílómetra um vegina en vert er að gefa gaum áhrifum snjómoksturs.

Vegna skiljanlegra krafa um að vegir séu vel hreinsaðir af snjó er nokkuð algengt að snjótennur skrapi vegmerkingar af vegum og jafnvel hluta af slitlaginu sjálfu. Á þetta einkum við þegar hjólför hafa myndast og vegir eru ójafnir en aðferðir við snjómokstur geta einnig haft áhrif. Þó að almenn umferð sé helsta orsök slits vegmerkinga er giskað á að slit af völdum snjómoksturs sé mögulega allt að 15% þótt hafa beri í huga að mælingar hafa ekki verið gerðar (pers. heimild Vegagerðin). Snjómokstur hefur reynst vera mikilvægur farvegur fyrir vegmerkingar og fleiri gerðir plastefna út í hafið á svæðum þar sem snjó er ýtt út í sjó106.

Misjafnt er eftir heimildum hvernig losun örplasts frá vegmerkingum er metið. Í norskri skýrslu32 er talað um að allar vegmerkingar sem notaðar séu árlega reiknist með sem losun örplasts vegna slits. Í danskri skýrslu79 er ekki reiknað með þeim vegmerkingum sem áætlað er að fari á nýtt malbik og að um 15-25% fari í endurlagningu en í þýskri rannsókn107 er talað um að um að þetta hlutfall sé 80%. Samkvæmt sérfræðingum Vegagerðarinnar er um 87% vegmerkinga hérlendis vegna slits og er því tekið með í reikninginn sem uppspretta örplasts.

Vegmerkingum á Íslandi er skipt á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna. Vegagerðin sér um þjóðvegina sem liggja um landið og í gegnum flesta þéttbýlisstaði, til dæmis liggja nokkrir vegir Vegagerðarinnar í gegnum Reykjavík og svo liggja þeir gjarnan niður á höfn í gegnum minni bæi úti á landi. Unnt er að áætla slit vegmerkinga Vegagerðarinnar út frá því magni sem bætt er á vegi hennar á landsvísu ár hvert.

Árið 2017 notaði Vegagerðin 155.000 L (1,65 g/L ≈ 250 t) af vegmálningu, 454 t af sprautuplasti og 182 t af vélmössun (sama efnið notað). Sé miðað við óstaðfestar upplýsingar frá framleiðanda er fjölliðuinnihald sprautuplastsins frá 1 til 8% en í málningunni er innihald akrýlfjölliða á bilinu 15-40% (samkvæmt öryggisleiðbeiningum frá framleiðanda).

Nauðsynlegt er að endurnýja vegmerkingar sem sjást illa en umfang þeirra er nokkuð stöðugt milli ára hjá Vegagerðinni þar flestar miðlínur á íslenskum þjóðvegum eru endurlagðar árlega sem er ólíkt því sem gerist í nálægum samanburðarlöndum. Í Bretlandi er reynt að fara eftir vissum staðli um sýnileika og ekki málað fyrr en vegmerkingar eru umtalsvert eyddar (30% í þéttbýli en 70% á þjóðvegum)108. Miðað við útboðsgögn nokkurra stórra sveitarfélaga er notkun sprautuplasts um 0,6 kg á mann á ári í stærri þéttbýlum. Í minni þéttbýlum er algengt að notuð sé málning frekar en plast og í minna magni6. Þar er algengt að um 0,2 kg á mann sé notað af vegamálningu sé notuð árlega. Miðað við forsendur sem tilteknar eru í töflu 4.3 má áætla að á Íslandi sé árleg uppspretta örplasts vegna slits á vegmerkingum sé 41-256 t.

Tafla 4.3: Áætluð árleg uppspretta örplasts frá vegmerkingum á Íslandi árið 2017.
Gerð vegmerkinga
Íbúafjöldi
Notkun
Notkun v/viðhalds
Samtals vegmerkingar
Hlutfall fjölliða
Uppspretta v/slits
Losun í haf
kg/mann Tonn % Tonn Tonn
Stærri sveitarfélög Sprautuplast 254.280 0,6 87% 110 1-25 1-28 0,6-16,8
Minni sveitarfélög Málning 84.170 0,2 15 15-40 2-6 1,3-3,6
Vegagerðin Sprautuplast 543 1-25 5-135 0,5-13,5
Málning 218 15-40 33-87 3,3-8,7

Líkt og við á um dekkjaagnir berst slit frá vegmerkingum helst með vindi og ofanvatni í jarðveg eða fráveitukerfi, skurði, ár og læki. Miðað við 60% ofanvatns berist í fráveitukerfi í þéttbýli og 10% í dreifbýli má áætla að losun örplasts í hafið frá vegmerkingum sé 5,7 - 42,6 tonn.

Mynd 4.5: Áætluð árleg heildarlosun örplasts í hafið frá vegmerkingum á Íslandi árið 2017 er 5,7 - 42,6 t.

Heimildir

32. Sundt P, Schulze P-E, Syversen F. Sources of microplastic-pollution to the marine environment. Mepex for the Norwegian Environment Agency. 2014.

79. Lassen C, Hansen SF, Magnusson K, o.fl. Microplastics: occurrence, effects and sources of releases to the environment in Denmark. 2015.

106. Baztan J., Bergmann M., Carrasco A., Fossi C., Jorgensen B., Miguelez Q., Pahl S. TR, J-P. V. Fate and Impact of Microplastics: Knowledge, Actions and Solutions. Í: MICRO 2018.; 2018:414.

107. Ökopol. Implementation and Reviewdirective 2004/42/EC. European Directive Limiting The Voc Content In Certain Products – Current Scope: Decorative Paints And Varnishes, Vehicle Refinishing Products.; 2010. https://circabc.europa.eu/sd/a/67fe0545-cef1-470e-a378-b65b0165fb1d/Final%20report%20_v5%20May%202010_%20part%201.pdf.

108. Hann S, Cole G, Hann S. Investigating options for reducing releases in the aquatic environment of microplastics emitted by ( but not intentionally added in ) products Final Report Approved by. 2018;(February).


  1. Á Ísafirði, Bolungarvík, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Skagaströnd, Dalvík er málað en í Hveragerði er massað. Skv. Gauti Ívari Halldórssyni framkvæmdastjóra vegmerkingafyrirtækis sem sér um vegmerkingar á þessum stöðum (nema Skagaströnd) er málað frekar en massað í flestum minni þéttbýlum